CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 07:30 Leikmenn Phoenix Suns eru búnir að tryggja sér einn titil, sem vesturdeildarmeistarar, en ætla sér að sjálfsögðu að verða NBA-meistarar. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Phoenix vann þar með einvígi liðanna 4-2 og tryggði sér sigur í vesturdeildinni. Nú þurfa Paul og félagar að bíða og sjá hver andstæðingurinn í úrslitunum verður en Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks mætast í fimmta leik í kvöld í einvígi þar sem staðan er jöfn, 2-2. Charles Barkley var aðalmaðurinn þegar Phoenix komst síðast í úrslit, fyrir 28 árum. Raunar hafði liðið ekki einu sinni komist í úrslitakeppninni síðustu ellefu ár. Koma Pauls, eða CP3 eins og hann er kallaður, í fyrra hefur átt stóran þátt í að hefja liðið upp á við. Hinn 36 ára gamli Paul, sem er á sinni sextándu leiktíð í NBA, skoraði 41 stig í nótt og jafnaði þannig sinn besta árangur í leik í úrslitakeppni. Hann skoraði 31 af þessum stigum í seinni hálfleik. Devin Booker var næststigahæstur hjá Phoenix með 22 stig. What a performance... Chris Paul erupts for an #NBAPlayoffs career-high tying 41 PTS, including 31 in the 2nd half, as the @Suns win Game 6 and advance to the #NBAFinals presented by YouTube TV for the first time since 1993. #ThatsGame 41 PTS | 16-24 FGM | 7 3PM | 8 AST pic.twitter.com/OiGaa0NGN2— NBA (@NBA) July 1, 2021 Það hefur aldrei áður gerst að lið komist beint í úrslit eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Síðast þegar Phoenix lék í úrslitum urðu Barkley og félagar að játa sig sigraða í sex leikja einvígi gegn Chicago Bulls með Michael Jordan fremstan í flokki. Það var árið 1993 og Phoenix komst einnig í úrslit árið 1976. Nú er komið að þriðju tilraun til að landa fyrsta NBA-meistaratitlinum. Clippers töpuðu öllum fjórum leikhlutunum í nótt og voru 66-57 undir í hálfleik. Munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 97-83, en Clippers, sem voru enn án Kawhi Leonard vegna meiðsla, náðu aldrei að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum og létu skapið hlaupa með sig í gönur. Patrick Beverley var vísað út úr húsi fyrir að hrinda Paul. Patrick Beverley was ejected after shoving Chris Paul from behind. pic.twitter.com/z0GFL1tb6J— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2021 Clippers voru ekki bara án Leonards heldur líka án miðherjans Ivica Zubac, og tankurinn virtist einfaldlega tómur hjá liðinu sem var í fyrsta sinn í úrslitum vesturdeildarinnar. Marcus Morris skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera aumur í hné og Paul George skoraði 21 stig og tók níu fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira