Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 18:31 Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór. Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór.
Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira