Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 18:31 Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór. Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór.
Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira