VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 13:53 Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands. Vísir/Villi Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira