VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 13:53 Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands. Vísir/Villi Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira