Sara birti fallega svarthvíta mynd af sér á samfélagsmiðlum í dag. Þar má sjá stækkandi kúluna. Sara gengur með dreng og er hann væntanlegur í heiminn í nóvembermánuði. Árni skrifaði fyrr á árinu undir samning hjá Breiðablik og spilar með liðinu í sumar.
Hálfnuð með meðgönguna og birtir fallega bumbumynd

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir á von á sínu fyrsta barni í vetur með kærasta sínum Árna Vilhjálmssyni. Hún er nú komin tuttugu vikur á leið.
Tengdar fréttir

„Algjör heiður að vera fyrirliði en allt liðið eru leiðtogar“
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins næstu mánuðina. Hún segir það mikinn heiður en segir marga leiðtoga í íslenska liðinu.

Sara Björk ólétt
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Evrópumeistara Lyon, er ólétt. Hún greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.