„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2021 11:24 Inga Sælan á þinginu. Þó hún taki ekki mikið mark á nýrri könnun hvað Flokk fólksins varðar kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé að ströggla, reyndar mætti sá flokkur gufa upp Ingu að meinalausu. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01