Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“ Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32