Sam Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2021 18:03 Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun