Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:01 Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Borgin sendi ON bréf í dag um að slökkt yrði á stöðvunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber. Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber.
Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun