Hefja leit að John Snorra og Sadpara Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 17:42 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Elia Saikaly Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu. Lík Johns Snorra og Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamanna hans, hafa aldrei fundist eftir að þeir hurfu á K2 í febrúar. Þeir ætluðu að freista þess að vera fyrstu mennirnir til að komast á tind þessa næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þá formlega af 18. febrúar. Nú segir Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem var með John Snorra og félögum í för í vetur, að hann og Sajid Sadpara, sonur Ali, séu komnir til Pakistan til að leita að líkunum. Sajid komst lífs af úr leiðangrinum sem kostaði faðir hans lífið. „Sannleikurinn er sá að við gátum ekki gert ekkert. Þetta eru vinir okkar. Þetta voru liðsfélagar okkar,“ skrifar Saikaly í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vann að heimildarmenn um leiðangur Johns Snorra og félaga en vegna ruglings með súrefniskúta gat hann ekki fylgt þeim síðasta áfanganna. Hann segir að það hafi líklega verið honum lífsbjörg. Erfiðlega hefur gengið fyrir Saikaly að safna fjármagni til þess að ljúka gerð myndarinnar en hann segir að undanfarnar tvær vikur hafi þeir Sajid unnið kraftaverk og skipulagt ferð á K2. Sjálfur hafi hann umturnað lífi sínu og fjármálum til þess að láta leiðangurinn verða að veruleika en honum sé sama um það. „Þetta er leiðangur okkar til að finna svör. Þetta snýst um heiður, tryggð og vináttu. Þetta er fyrir Sajid. Þetta er fyrir Ali. Þetta er fyrir John. Og þetta er fyrir Pakistan,“ skrifar Saikaly. John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54 Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08 John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lík Johns Snorra og Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamanna hans, hafa aldrei fundist eftir að þeir hurfu á K2 í febrúar. Þeir ætluðu að freista þess að vera fyrstu mennirnir til að komast á tind þessa næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þá formlega af 18. febrúar. Nú segir Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem var með John Snorra og félögum í för í vetur, að hann og Sajid Sadpara, sonur Ali, séu komnir til Pakistan til að leita að líkunum. Sajid komst lífs af úr leiðangrinum sem kostaði faðir hans lífið. „Sannleikurinn er sá að við gátum ekki gert ekkert. Þetta eru vinir okkar. Þetta voru liðsfélagar okkar,“ skrifar Saikaly í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vann að heimildarmenn um leiðangur Johns Snorra og félaga en vegna ruglings með súrefniskúta gat hann ekki fylgt þeim síðasta áfanganna. Hann segir að það hafi líklega verið honum lífsbjörg. Erfiðlega hefur gengið fyrir Saikaly að safna fjármagni til þess að ljúka gerð myndarinnar en hann segir að undanfarnar tvær vikur hafi þeir Sajid unnið kraftaverk og skipulagt ferð á K2. Sjálfur hafi hann umturnað lífi sínu og fjármálum til þess að láta leiðangurinn verða að veruleika en honum sé sama um það. „Þetta er leiðangur okkar til að finna svör. Þetta snýst um heiður, tryggð og vináttu. Þetta er fyrir Sajid. Þetta er fyrir Ali. Þetta er fyrir John. Og þetta er fyrir Pakistan,“ skrifar Saikaly.
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54 Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08 John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54
Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08
John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48