„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 22:19 Britney Spears staðfesti í dag það sem margir aðdáendur hennar hafa lengi haldið fram. AP/Chris Pizzello Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. „Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16