Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Play trúi á heilbrigða samkeppni og þörf Íslendinga fyrir D-vítamín.
Áfram verður flogið til Tenerife en það er ágætt að hafa úrval af Kanaríeyjum þegar kemur að sólþyrstum Íslendingum.
Á morgun fer fyrsta flug Play í loftið til London Stansted.
„Þetta er áfangi sem starfsmenn PLAY hafa lengi beðið eftir og mikil vinna, elja og þrautseigja að baki því að komast loksins í loftið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.