Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna náðaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:44 Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru náðaðir í dag. EPA-EFE/Susanna Saez Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna hafa hlotið uppreist æru frá spænskum yfirvöldum eftir að þeir boðuðu til þjóðarkosningu um sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“ Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30