Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir barðist við tárin þegar hún útskýrði stöðuna á sér og framhaldið auk þess að þakka þeim sem hafa stutt við bakið á henni. Instagram/@eddahannesd Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01
Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26