Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir dreymir um að keppa á Ólympíuleikunum en fyrst þarf hún að laga á sér skrokkinn. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira