Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Þórarinn Hjartarson skrifar 19. júní 2021 11:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Þórarinn Hjartarson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun