Hetjuleg frammistaða skilaði Ungverjum stigi gegn hikandi heimsmeisturum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 15:00 Markaskorararnir Attila Fiola og Antoine Griezmann. picture alliance via Getty Images/Robert Michael Ungverjaland og Frakkland skildu jöfn, 1-1, er þau áttust við í F-riðli Evrópumótsins í Búdapest í dag. Frakkar voru aldrei nálægt því að stela stigunum þremur á lokakaflanum. Frakkar komu inn í leikinn eftir 1-0 sigur á Þjóðverjum í fyrsta leik en Ungverjar höfðu aftur á móti tapað 3-0 fyrir Portúgal í fyrsta leik. Ungverjar mættu af krafti í leikinn og bitu frá sér í upphafi en Frakkar tóku hægt og rólega yfir. Þeir frönsku voru mikið með boltann á meðan Ungverjar lágu djúpt á vellinum og reyndu hvað þeir gátu að beita skyndisóknum, sem gekk þó illa. Kylian Mbappé skapaði þónokkur skotfæri fyrir bæði sig og liðsfélaga sína í leiknum, þar sem Karim Benzema fékk besta færið eftir um hálftímaleik þar sem hann hitti boltann illa einn gegn markverði. Stemningin var stórkostleg í Búdapest.UEFA/UEFA via Getty Images/Angel Martinez Þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks höfðu Ungverjar vart farið yfir miðju í um 30 mínútur þegar þeir komast í fína skyndisókn þar sem Attila Fiola átti gott þríhyrningsspil við Roland Sallai, komst í gegn og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Hugo Lloris í marki Frakka. Svakaleg fagnaðarlæti brutust út á smekkfullum Puskás-vellinum þar sem 60 þúsund Ungverjar hreinlega sturluðust af gleði. Þeir ungversku leiddu óvænt, 1-0, í hálfleik. Klippa: Mark Attila Fiola Stemningin minnkaði ekki í síðari hálfleiknum þar sem Ungverjarnir á pöllunum öskruðu sitt lið áfram. Ungverjar héldu áfram að vera fastir fyrir og gekk einnig betur að halda í boltann í upphafi hálfleiksins heldur en í fyrri hálfleiknum. Didier Deschamps sá að breytinga var þörf og setti Ousmané Dembélé inn fyrir Adrien Rabiot þegar tæpt korter var liðið af síðari hálfleik. Dembéle kom inn af krafti og átti þrumuskot í stöng aðeins tveimur mínútum síðar. Á 65. mínútu unnu Ungverjar aukaspyrnu ofarlega á vellinum og settu ef til vill fullmarga leikmenn fram í teiginn. Frakkar unnu boltann, fóru hratt upp, hvar Kylian Mbappé sótti inn á teiginn, gaf boltann fyrir og fann Antoine Griezmann sem afgreiddi boltann í netið og jafnaði leikinn fyrir Frakka. Fram að því hafði fátt bent til þess að Frakkar myndu jafna. Klippa: Griezmann gegn Ungverjum Sama sagan var eftir markið. Frökkum gekk bölvanlega að skapa sér færi þar sem sóknarleikur þeirra var hægur og fyrirsjáanlegur, en ekkert skal taka af frábærri varnarframmistöðu Ungverja sem unnu sér inn eitt stig. 1-1 jafntefli úrslit leiksins. Ungverjar eru þá með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki og mæta Þýskalandi í lokaleik sínum. Frakkar eru með fjögur stig og mæta Portúgal á sama tíma. Portúgal og Þýskaland mætast í riðlinum nú klukkan 16:00 og verður sá leikur í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta
Ungverjaland og Frakkland skildu jöfn, 1-1, er þau áttust við í F-riðli Evrópumótsins í Búdapest í dag. Frakkar voru aldrei nálægt því að stela stigunum þremur á lokakaflanum. Frakkar komu inn í leikinn eftir 1-0 sigur á Þjóðverjum í fyrsta leik en Ungverjar höfðu aftur á móti tapað 3-0 fyrir Portúgal í fyrsta leik. Ungverjar mættu af krafti í leikinn og bitu frá sér í upphafi en Frakkar tóku hægt og rólega yfir. Þeir frönsku voru mikið með boltann á meðan Ungverjar lágu djúpt á vellinum og reyndu hvað þeir gátu að beita skyndisóknum, sem gekk þó illa. Kylian Mbappé skapaði þónokkur skotfæri fyrir bæði sig og liðsfélaga sína í leiknum, þar sem Karim Benzema fékk besta færið eftir um hálftímaleik þar sem hann hitti boltann illa einn gegn markverði. Stemningin var stórkostleg í Búdapest.UEFA/UEFA via Getty Images/Angel Martinez Þegar komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks höfðu Ungverjar vart farið yfir miðju í um 30 mínútur þegar þeir komast í fína skyndisókn þar sem Attila Fiola átti gott þríhyrningsspil við Roland Sallai, komst í gegn og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Hugo Lloris í marki Frakka. Svakaleg fagnaðarlæti brutust út á smekkfullum Puskás-vellinum þar sem 60 þúsund Ungverjar hreinlega sturluðust af gleði. Þeir ungversku leiddu óvænt, 1-0, í hálfleik. Klippa: Mark Attila Fiola Stemningin minnkaði ekki í síðari hálfleiknum þar sem Ungverjarnir á pöllunum öskruðu sitt lið áfram. Ungverjar héldu áfram að vera fastir fyrir og gekk einnig betur að halda í boltann í upphafi hálfleiksins heldur en í fyrri hálfleiknum. Didier Deschamps sá að breytinga var þörf og setti Ousmané Dembélé inn fyrir Adrien Rabiot þegar tæpt korter var liðið af síðari hálfleik. Dembéle kom inn af krafti og átti þrumuskot í stöng aðeins tveimur mínútum síðar. Á 65. mínútu unnu Ungverjar aukaspyrnu ofarlega á vellinum og settu ef til vill fullmarga leikmenn fram í teiginn. Frakkar unnu boltann, fóru hratt upp, hvar Kylian Mbappé sótti inn á teiginn, gaf boltann fyrir og fann Antoine Griezmann sem afgreiddi boltann í netið og jafnaði leikinn fyrir Frakka. Fram að því hafði fátt bent til þess að Frakkar myndu jafna. Klippa: Griezmann gegn Ungverjum Sama sagan var eftir markið. Frökkum gekk bölvanlega að skapa sér færi þar sem sóknarleikur þeirra var hægur og fyrirsjáanlegur, en ekkert skal taka af frábærri varnarframmistöðu Ungverja sem unnu sér inn eitt stig. 1-1 jafntefli úrslit leiksins. Ungverjar eru þá með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki og mæta Þýskalandi í lokaleik sínum. Frakkar eru með fjögur stig og mæta Portúgal á sama tíma. Portúgal og Þýskaland mætast í riðlinum nú klukkan 16:00 og verður sá leikur í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti