Seldi Bubba húsið með því skilyrði að fá frímiða á alla tónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:30 Feðgarnir Rúnar Gunnarsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson (t.h.) með Bubba fyrir framan húsið sem hann keypti af honum Gunnari. Gunnar Gunnarsson Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar. „Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“ Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
„Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“
Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira