Samkvæmt tilkynningu frá Dallas Mavericks áttu Donnie Nelson og félagið að hafa komist að samkomulagi um starfslok en í raun var það eigandinn Mark Cuban sem rak hann.
Mavericks GM Donnie Nelson is 'parting ways' with Dallas after 24 years in the organization https://t.co/W8kvGcGK0T
— Dime (@DimeUPROXX) June 16, 2021
Í kjölfarið fréttist það síðan að þjálfarinn Rick Carlisle ætli ekki að klára tvö síðustu tímabilin í samningi sínum og sé hættur sem þjálfari Dallas Mavericks eftir þrettán ár. Það virðist því vera einhvers konar hreinsun í gangi hjá Dallas liðinu.
Íslendingar ættu að kannast við Donnie Nelson enda var hann aðalmaðurinn í að fá Jón Arnór Stefánsson til Dallas Mavericks sumarið 2003.
Jón Arnór stóð sig síðan svo vel að hann fékk fimm ára samning. Jón Arnór spilaði á undirbúningstímabilinu en fékk ekkert að spila í deildarkeppninni. Hann ákvað síðan að hætta hjá Dallas eftir þetta tímabil.
Donnie Nelson hafði mikla trú á Jóni og sá mikið í honum. Jón Arnór vildi hins vegar fá að spila og fór til Rússland eftir þetta tímabil.
A deeper look at the dysfunction in Dallas, at @TheAthletic
— Sam Amick (@sam_amick) June 17, 2021
* On Donnie Nelson's concerns and the firing that followed his request for change.
* Mark Cuban discusses the Haralabos Voulgaris dynamics with @tim_cato.
* On Luka Doncic's frustration.https://t.co/VOxj6FFjL5
Jón Arnór var einn af fyrstu leikmönnunum frá Evrópu sem Donnie Nelson fékk til félagsins en annars var Dirk Nowitzki og sá nýjasti er stórstjarnan Luka Doncic.
Luka Doncic hefur slegið í gegn með Dallas liðinu en slóvenski bakvörðurinn var mjög ósáttur með að Donnie Nelson hafi þurft að taka pokann sinn.
„Þetta var frekar erfitt fyrir mig. Ég kunnu rosalega vel við Donnie. Ég hef þekkt hann síðan ég var strákur og það var hann sem valdi mig inn í deildina. Það var erfitt að sjá þetta gerast en það er ekki ég sem tek þessar ákvarðanir,“ sagði Luka Doncic þegar hann hitti blaðamenn í verkefni með slóvenska landsliðinu.