Þá segir maður miðjumanninum að þruma einhvern niður og hleypa leiknum upp í bál og brand Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 16:00 Ólafur Jóhannesson gerði Val að Íslandsmeisturum árin 2017 og 2018. Vísir/Vilhelm Munurinn á miðju Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla var ræddur í Stúkunni í gærkvöld að loknum 3-1 sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefði viljað sjá miðjumenn Breiðabliks fara í eins og eina tæklingu til að koma sér inn í leikinn. „Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
„Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira