Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Seinni hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 23:00 Cecilía Rán í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images Svo gæti verið að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fái sama höfuðverk og kollegi sinn Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, þegar kemur að því að velja aðalmarkvörð fyrir komandi verkefni. Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira