Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR fer á sína aðra leika eftir að hafa keppt í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þrír nýliðar verða með henni í för.
Sundmaðurinn Már Gunnarsson úr ÍRB og frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson úr FH, voru valin til að keppa á leikunum, sem hefjast 24. ágúst.
Fulltrúar Íslands á Parlaympics í Tokyo:
- Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – frjálsíþróttir
- Patrekur Andrés Axelsson, FH – frjálsíþróttir
- Már Gunnarsson, ÍRB – sund
- Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR – sund
Það skýrist svo í júlíbyrjun hvort að bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson bætist í hópinn en hann keppir þá á lokaúrtökumóti í Tékklandi. Þorsteinn varð fyrstur Íslendinga til að keppa í bogfimi á Paralympics í Ríó. Fleira íslenskt íþróttafólk gæti einnig komist á leikana og er beðið eftir niðurstöðum vegna umsókna fyrir það.
Í tilkynningu frá ÍF segir að allir íslensku keppendurnir verði orðnir fullbólusettir þegar þeir keppi í Tókýó, sem og það starfsfólk sem fylgja muni þátttakendum á leikanna.