Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 09:48 Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Kadeco Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“ Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira
Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“
Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira