Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 08:29 Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira