Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 23:57 MONACO, MONACO - JULY 26: Jim Ratcliffe attends the 71th Monaco Red Cross Ball Gala on July 26, 2019 in Monaco, Monaco. (Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images) Getty/Stephane Cardinale Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins. Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út
Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira