Vonar að Biden verði ekki jafn hvatvís og Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 20:30 Vladímír Pútín er forseti Rússlands. Mikhail Svetlov/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti segist vona að kollegi hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti, verði ekki jafn hvatvís og forveri þess síðarnefnda í starfi, Donald Trump. Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012. Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Í einkaviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC sagði Pútín að „róttækur munur“ væri á mönnunum tveimur og benti á að Biden hefði varið mun stærri hluta ævi sinnar í stjórnmálastarf en Trump, sem hann kallaði „litríkan einstakling.“ „Jafnvel núna þá er ég á þeirri skoðun að herra Trump sé ótrúlegur og hæfileikaríkur einstaklingur. Annars hefði hann ekki orðið forseti Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Hann er litríkur. Fólki kann að líka vel við hann eða ekki. En hann er ekki innan úr bandaríska kerfinu. Hann hefur ekki verið hluti af stóru stjórnmálunum í Bandaríkjunum áður, sumum finnst það gott en öðrum ekki. En það er staðreynd.“ Hann sagðist þá telja að hann gæti unnið með Biden, sem tók við forsetaembættinu í janúar á þessu ári eftir að hafa borið sigurorð af Trump í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Pútin telur að Trump (t.v.) og Biden séu einkar ólíkir persónuleikar. Hér sjást þeir í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði að endingu betur.Morry Gash-Pool/Getty „Hann er allt öðruvísi manneskja og ég vona að það leiði af sér kosti, það eru einhverjir ókostir, en ég vona að það verði komi engar hvatvísar ákvarðanir frá sitjandi Bandaríkjaforseta,“ sagði Pútín í viðtalinu. Pútín og Biden munu funda í Genf í næstu viku og verður það fyrsti fundur forsetanna tveggja frá stjórnarskiptunum í Bandaríkjunum í janúar. Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999, ef frá er talinn sá tími sem hann varði í embætti forsætisráðherra landsins, frá 2008 til 2012.
Bandaríkin Rússland Joe Biden Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira