Háskólagrunnur HR er tveggja til þriggja anna undirbúningsnám fyrir háskólanám sem lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Nemendur velja sér grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu.
Sex nemendur brautskráðust úr lögfræðigrunni, 20 úr tækni- og verkfræðigrunni, 13 úr tölvunarfræðigrunni og 21 úr viðskiptafræðigrunni.
Við brautskráninguna hlaut Una Mattý Jensdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan námsárangur.