Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 07:48 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/Epa Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00
Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04