Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:01 Héraðsdómur Reykjaness, í Hafnarfirði. Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira