Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:01 Héraðsdómur Reykjaness, í Hafnarfirði. Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira