Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:01 Héraðsdómur Reykjaness, í Hafnarfirði. Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira