Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2021 20:00 Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar. ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
ASÍ stóð fyrir veffundi um afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu í dag, þar sem Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flutti erindi um þróun og áhrif arðvæðingar öldrunarþjónustu í Svíþjóð. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að sveitarfélög standi sum ekki undir þjónustunni. „Og margir freistast til að setja þetta í útboð og við erum að sjá núna einkavæðingu, arðvæðingu á öldrunarþjónustu.“ Drífa segist ekki hafa séð nein merki þess að arðvæðing sé til hagsbóta fyrir notendur eða starfsfólk. „Við vitum það að í arðvæddum félögum er starfsfólkið færra, það er verr þjálfað, verr menntað, þess vegna ódýrara,“ segir Drífa. „Samkvæmt framlögum sjúkratrygginga til öldrunarstofnana er miðað við miklu lægri kjarasamninga heldur en eru í gildi hjá sveitarfélögunum til dæmis, þar munar 48 þúsund krónum í grunnlaunum, sem getur munað hressilega þegar álagið er komið ofan á. Þannig að við höfum mjög miklar áhyggjur af því að þetta þýði beinlínis skerðingu á launum starfsfólks.“ Uggandi yfir þróuninni Þó verði að gera greinarmun á arðvæðingu og einkavæðingu, en hið síðarnefnda hafi oft gefið góða raun á Íslandi. Dæmi séu hins vegar um það á Norðurlöndunum að með arðvæðingu verði grunnþjónusta lakari. „Fólk geti þá keypt sér aukaþjónustu, aukabað. Hvað sem það þýðir,“ segir Drífa. Þannig að þetta er þróun sem þið eruð uggandi yfir? „Já, ég sé enga ástæðu fyrir því að arðvæða öldrunarþjónustu. Og ég vara mjög við þeirri þróun því ég hef ekki séð kosti hennar.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira