Grípa til smáauglýsinga vegna lítillar trúar á verkfærum þingmanna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 11:54 Viðreisn birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Þingmenn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin samþykkt í þinginu fyrir jól. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira