Skert fullveldi – lakari lífskjör Sigurður Þórðarson skrifar 9. júní 2021 10:31 Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun