Hvenær er ég gömul? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:30 Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar