Að vernda virðuleika flóttafólks Toshiki Toma skrifar 8. júní 2021 11:31 Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar