Gestirnir byrjuðu vægast sagt með látum og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Staðan þá 42-27 og ekki skánaði það fyrir heimamenn í öðrum leikhluta, munurinn orðinn 20 stig í hálfleik og ljóst að Philadelphia þurfti á kraftaverki að halda í síðari hálfleik.
Hægt og rólega tókst heimamönnum að minnka forskot gestanna og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmri mínútu síðar var munurinn kominn niður í fimm stig og Joel Embiid minnkaði muninn í þrjú stig skömmu síðar.
Bogdanovic with a CLUTCH triple pic.twitter.com/5iZDpnbu3a
— NBA TV (@NBATV) June 6, 2021
Bogdan Bogdanović setti svo niður risastóra þriggja stiga körfu og kom gestunum sex stigum yfir þegar 41 sekúndu lifði leiks. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 14.9 sekúndur voru eftir var staðan orðin 126-119 Hawks í vil.
Embiid og Ben Simmons tókst einhvern veginn að minnka muninn í 126-124 áður en Bogdanović kláraði leikinn af vítalínunni.
Frábær endasprettur 76ers dugði ekki til og Hawks er því komið 1-0 yfir í einvíginu, lokatölur 128-124.
Trae Young var að venju frábær í liði Hawks með 35 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanović og John Collins vor báðir með 21 stig og Clint Capela var með tvöfalda tvennu, 11 stig og tíu fráköst.
TRAE YOUNG. FEELING IT.
— NBA (@NBA) June 6, 2021
He's got 25 points at the half.
3Q of Game 1 underway on ABC. pic.twitter.com/68hS95NaJd
Hjá Philadelphia var Embiid með 39 stig, Seth Curry skoraði 21 og Tobias Harris 20 ásamt því að taka tíu fráköst.