Gestirnir komust nokkuð óvænt 2-0 yfir eftir að verða manni færri er Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fékk rautt spjald á 13. mínútu leiksins. Þórir Rafn Þórisson kom gestunum yfir eftir rúman hálftíma og staðan 0-1 í hálfleik.
Arnleifur Hjörleifsson kom gestunum í 2-0 þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Varamaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn í 2-1 og Sito jafnaði metin skömmu síðar.
Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins.
Kórdrengir eru nú með 8 stig að loknum fimm leikjum líkt og Grótta á meðan ÍBV er með sjö stig eftir jafn marga leiki.