Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 19:46 Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana. Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira