Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 13:28 Sérfræðingur hjá Hafró segir súrnun sjávar gerast hratt og vera áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á. Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson. Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira