Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 13:28 Sérfræðingur hjá Hafró segir súrnun sjávar gerast hratt og vera áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á. Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson. Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira