Segir hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:01 Það er mikil pressa á Seiko Hashimoto þessa dagana en hún er hundrað prósent viss um að ÓL 2020 fari fram í Tókýó í sumar. AP/Koji Sasahara Forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó hefur fullvissað heiminn um það að leikarnir munu fara fram í sumar þrátt fyrir erfiða stöðu í kórónufaraldrinum í Japan. Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Sjá meira
Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Sjá meira