Sex lið úr efstu deild og tvö lið úr næstefstu deild standa eftir í keppninni. Til stendur að 8-liða úrslitin verði spiluð 25. og 26. júní.
Átta liða úrslitin:
- ÍBV – Valur
- Selfoss – Þróttur R.
- Fylkir – FH
- Breiðablik – Afturelding
Selfoss hefur enn titil að verja eftir að hafa unnið keppnina 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Selfyssingar taka á móti Þrótti R. í öðrum af tveimur úrvalsdeildarslögum í 8-liða úrslitunum.
Hinn úrvalsdeildarslagurinn er á milli ÍBV og Vals sem mætast þriðja árið í röð í bikarkeppninni. Valskonur hafa slegið ÍBV út síðustu tvö ár og halda nú til Eyja rétt fyrir Þjóðhátíð.
Fylkir fær FH úr næstefstu deild í heimsókn, og Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Aftureldingu sem leikur í næstefstudeild.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sáu um bikardráttinn í dag og má sjá hann í heild sinni hér að ofan.
