Ævintýri Velhringlanda Jón Steindór Valdimarsson skrifar 2. júní 2021 07:30 Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar