Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 17:50 Ekki verður kennt í Fossvogsskóla næsta skólaár vegna framkvæmda. Vísir/Vilhelm Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06
Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent