Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 15:45 Bóluefni Sinovac má nú nota á vegum Sameinuðu þjóðanna eftir að WHO skráði það til neyðarnotkunar gegn Covid-19. AP/Matias Delacroix Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild. Í tilkynningu frá WHO kemur fram að gögn sem voru lögð fram með Sinovac-bóluefnin sýni að tveir skammtar af því hafi komið í veg fyrir einkenni Covid-19 hjá um helmingi þeirra sem fengu efnið í tilraun. Ekki sé hægt að meta hversu virkt efnið er fyrir fólk eldra en sextugt vegna þess hversu fáir úr eldri aldurshópum tóku þátt í rannsókninni. Líkur eru þó taldar á því að bóluefnið veiti eldra fólki vernd gegn Covid-19 og því leggur WHO ekki til aldurstakmörk á notkun þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði bóluefni Sinopharm fengið skráningu til neyðarnotkunar gegn Covid-19 hjá WHO. Stofnunin hefur ennfremur gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech, AstraZeneca, Moderna og Johnson & Johnson. Skráningin þýðir að hægt er að nota bóluefni Sinovac á vegum Sameinuðu þjóðanna í þróunarlöndum, þar á meðal í Covax-verkefninu svonefnda. Evrópska lyfjastofnunin hefur ekki enn lokið skoðun sinni á umsókn um skráningu bóluefnis Sinovac. Rannsókn á notkun efnisins í Brasilíu bendir til þess að virkni þess sé yfir 50%. Í annarri rannsókn á notkun efnisins í Síle reyndist virknin 67%. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. 7. maí 2021 18:14 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Í tilkynningu frá WHO kemur fram að gögn sem voru lögð fram með Sinovac-bóluefnin sýni að tveir skammtar af því hafi komið í veg fyrir einkenni Covid-19 hjá um helmingi þeirra sem fengu efnið í tilraun. Ekki sé hægt að meta hversu virkt efnið er fyrir fólk eldra en sextugt vegna þess hversu fáir úr eldri aldurshópum tóku þátt í rannsókninni. Líkur eru þó taldar á því að bóluefnið veiti eldra fólki vernd gegn Covid-19 og því leggur WHO ekki til aldurstakmörk á notkun þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði bóluefni Sinopharm fengið skráningu til neyðarnotkunar gegn Covid-19 hjá WHO. Stofnunin hefur ennfremur gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech, AstraZeneca, Moderna og Johnson & Johnson. Skráningin þýðir að hægt er að nota bóluefni Sinovac á vegum Sameinuðu þjóðanna í þróunarlöndum, þar á meðal í Covax-verkefninu svonefnda. Evrópska lyfjastofnunin hefur ekki enn lokið skoðun sinni á umsókn um skráningu bóluefnis Sinovac. Rannsókn á notkun efnisins í Brasilíu bendir til þess að virkni þess sé yfir 50%. Í annarri rannsókn á notkun efnisins í Síle reyndist virknin 67%.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. 7. maí 2021 18:14 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. 7. maí 2021 18:14
Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45