Starfsvettvangur barnanna okkar er ekki til í dag Bryndís Haraldsdóttir skrifar 1. júní 2021 13:32 Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun