Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“ Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“
Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira