Vildum ekki leika við matinn okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 10:16 Giannis fór illa með Jimmy Butler og félaga í nótt. Michael Reaves/Getty Images Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Bucks mættu með sópinn en liðið lagði Miami í fjórum leikjum og er komið í undanúrslit Austurdeildar. Miami kom töluvert á óvart á síðustu leiktíð og komst alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Það var því ekki fyrir fram reiknað með því að Bucks myndi einfaldlega valta yfir einvígið og sópa Miami í sumarfrí, sú varð samt raunin. Breaking news: Giannis and the Bucks sweep the Heat pic.twitter.com/22xlBUC2Py— Bleacher Report (@BleacherReport) May 29, 2021 Milwaukee þurfti framlengingu í fyrsta leik til að knýja fram tveggja stiga sigur, lokatölur þar 109-107. Eftir það var allt loft úr Miami-liðinu en Giannis og félagar unnu 34 stiga sigur í öðrum leik liðanna, 132-98. Í þriðja leik var það sama upp á teningnum, 113-84, og að lokum var það leikurinn í nótt sem vannst með 17 stiga mun, 120-103. Giannis, sem var frábær í leiknum og gerði sína fyrstu þreföldu tvennu í úrslitakeppninni, mætti í viðtal að leik loknum og lýsti hugarfari Bucks í einvíginu á fyndinn en einlægan hátt. „Það er orðatiltæki: Ekki leika þér við matinn þinn. Við vildum ekki leika við matinn okkar,“ sagði Giannis meðal annars í viðtali eftir sigur Bucks í nótt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali hans eftir leikinn. "There's a saying, don't play with your food. We didn't want to play with our food." Giannis on sweeping the Heat pic.twitter.com/MODWQ0ejF7— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2021 Giannis skoraði 20 stig í nótt ásamt því að taka 12 fráköst og gefa heilar 15 stoðsendingar. Alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 20 stig eða meira í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. 30. maí 2021 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti