Hlutu styrk fyrir hönnunarfræðslu fyrir börn og ungmenni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Styrkþegar ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra við úthlutun í Hörpu fyrir helgi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlaut í þessari viku styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttum og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum. „Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög